Terapia
_MFP5373_web.jpg
 

Hvað gerir Terapia?

Terapia veitir skilvirka og sársaukalausa stoðkerfismeðferð gegn verkjum og meiðslum. Meðhöndlunin felst fyrst og fremst í bandvefslosun (Fascial Stretch therapy), Myofascial Alignment og teygjum.
Einnig er stuðst við vöðvaprófanir (Neurokhinetics), liðlosun (Osteo Spinal Manipulation) og þurrnudd.

Meðferðin vinnur gegn bólgum og bjúg og losar um samgróninga í bandvef, vöðvum og sinum.

Langvarandi, krónískar bólgur geta valdið verkjum, bjúg, liðavandamálum og spila stórt hlutverk í gigt. Krónískar bólgur eru taldar rótin að mörgum lífsstílssjúkdómum og geta m.a. ýtt undir myndun hjarta og æðasjúkdóma.

Í meðferðinni er notast við hringhreyfingar sem örva blóðrásina og vinna gegn bólgum og bjúgmyndun í líkamanum. Meðferðin losar um alla bandvefi líkamans og hjálpar bólgu og verkjum að hjaðna ásamt því að losa um samgróninga og örvef.

Fyrir hvern hentar meðferðin?

Meðferðin er fyrst og fremst verkjameðferð og hentar einstaklega vel fyrir fólk með króníska verki, örvef, samgróninga, brjósklos, gigtar- eða önnur stoðkerfisvandamál. Meðferðin hentar öllum þeim sem vilja ná aukinni hreyfigetu og liðleika. Jafnframt er meðferðin einstaklega áhrifarík fyrir fólk sem vill fyrirbyggja meiðsli.

Unnið er út frá þörfum hvers og eins og hægt er að óska eftir áherslu á staðbundin svæði.

 

Ávinningar meðferðarinnar

  • Meðferðin er verkjastillandi.

  • Dregur úr vöðvaeymslum og fyrirbyggir áhættu á meiðslum.

  • Viðheldur brjóski og bandvefur lengist.

  • Bætir líkamsstöðu og vöðvastarfsemi, sem gerir líkamanum kleift að hreyfa sig frjálslega.

  • Bætir sogæðakerfið og blóðflæðið eykst. 

  • Eykur liðleika, vöðvalengd og hreyfigetu.

  • Andleg vellíðan eykst.

  • Bætir svefn, eykur styrk og úthald.

  • Hefur fyrirbyggjandi áhrif hvað varðar álagseinkenni.

  • Flýtir fyrir endurheimt vöðva.

  • Losar um samgróninga í bandvef, vöðvum og sinum.

 
web_bg.jpg
 

Aðferð


Meðferðaraðili byrjar á því að skoða og meta ástand líkamans og framkvæmir vöðvaprófanir/mótstöðuprófanir sem hafa það að markmiði að greina skerta taugavöðvastjórn og leiðrétta slæmt hreyfimynstur líkamans.

Líkaminn er hitaður upp með hringhreyfingum og liðir teygðir án sársauka svo að liðvökvi hafi greiðara flæði um liðhol. Einnig leiðbeinir meðferðaraðili einstaklingnum í gegnum virkar stöðuteygjur (proprioceptive neuromuscular faciliation).

Stöðugleikateygjur eru notaðar til að lengja vöðvaeiningu, auka hreyfiferil og liðleika ásamt því að bæta vöðvastyrk.

Terapia býður einnig upp á Cupping Therapy, Graston Technique og Dry needling ef talið er nauðsynlegt.

Árangur eftir aðeins 1-3 skipti.

 
 
 

Um Moniku

Monika Klonowski er meðferðaraðili Terapiu og hefur hún sérhæft sig í fjölbreyttum aðferðum sem hafa sýnt fram á sem mestan árangur í skjótum bata gegn verkjum og meiðslum. Hún hefur safnað sér góðri þekkingu á meðhöndlun algengra meiðsla og blandar hún nokkrum aðferðum í meðferðum sínum. Telur hún að meta þurfi út frá hverju og einu tilfelli hvaða meðferð henti hverju sinni. 

Monika er ein sú fyrsta hér á landi sem hefur tileinkað sér Fascial Stretch aðferðina til meiðslameðferðar og jafnframt sú fyrsta á landi sem hefur hlotið réttindi í Neurokhinetic therapy.

Nám og námskeið:
-BSc í Sálfræði
2012 - Háskóli Íslands
-Diplomanám í Osteopathic Manual Practice (DOMP) - London College of Osteopathy
-Heilsunuddari- Therapy Massage - Heilsunuddbraut, Nuddskóli Íslands
- (Alþjóðleg réttindi)
-Myoskeletal Alignment Therapy - Freedom from Pain institute, BNA
- (Alþjóðleg réttindi)

-Fascial Stretch Therapy 2016 -FST® Certification - Stretch to Win Institute Canada - (Alþjóðleg réttindi)
-Neurokhinetics Therapy
2017- NKT® Certification - New York - (Alþjóðleg réttindi)
-Advanced Osteo Spinal Manipulation
2017 (Liðlosun) -London School of Osteopathy - (Alþjóðleg réttindi)
-Instrument Assisted Soft Tissue Manipulation (IASTM Graston)
2019 OMT® Certification London - (Alþjóðleg réttindi í Bandvefslosun)
-Advanced Thai Massage réttindi 2019- Rahul Bharti, Healing hands Center - (Alþjóðleg réttindi)
-Námskeið í Osteopatíu
með fókus á grind (neðri kvið, lífbein, setbein, rófubein, spjald og vöðvafestur þar í kring) BackonTrackBodywork.com
-International Diploma in Dry Needling & Medical Acupuncture OMT® Certification London (Alþjóðleg réttindi í nálastungum)
-Námskeið í Silicone Cupping Therapy - Cupping Massage CPD (Continuing Professional Development) Course London
- Body Reading 101 + 102 - Námskeið, Háskóli Reykjavíkur - Tom Myers
- CTM/ Bindegewebsmassage - Balancing the autonomic nervous system - Brian Utting PNW school of massage
- Muscle Specific Deep Tissue Techniques -PNW School of massage - Brian Utting - Nuddskóli Íslands Námskeið

Kennaranám
-Kennararéttindi í Polefitness - elevatED education® New York - (Alþjóðleg réttindi)
-Kennararéttindi í hreyfiflæði - Flow Movement® Colorado - (Alþjóðleg réttindi)
-Kennaranám í Roll Model Method -
Roll Model® Method Training - (Alþjóðleg réttindi)
-Kennararéttindi í Foam Flex
-Einkaþjálfararéttindi

Monika vinnur sem kennari í hlutastarfi á heilsunuddbraut við Framhaldsskólann í Ármúla. Hún hefur auk þess unnið sem styrktar þjálfari og polefitness þjálfari síðan 2010. Hún er jafnframt einn stofnenda Eríal Pole.

profile_monika_web.jpg

Þjónusta í boði

Bandvefslosun - Stretch Therapy -Cupping Therapy - Liðlosun - Dry Needling - Graston Technique
 

Terapia 3 sessions 50 min

30 mín meðferð

11.300kr.

_DSF8458-fullsize.jpg

50 mín meðferð

15.300 kr.

_DSF8458-2-fullsize.jpg

PAKKI - 3 SKIPTI x 30 mín

31.900 kr.

PAKKI - 3 SKIPTI x 50 mín

43.900 kr.

-Ef um langvarandi ástand er að ræða er mælt með að taka a.m.k 3-5 tíma með stuttu millibili til að ná sem bestum árangri.

Monika mælir með að klæðast þægilegum íþróttafatnaði og sokkum í meðferðinni.

Afbókanir

Athugið að ef það þarf að afbóka meðferðir þarf að gera svo með 24 stunda fyrirvara að öðrum kosti greiðist meðferðin að fullu. Hægt er að koma skilaboðum á framfæri á netfangið monika@terapia.is í síma 777-5429 eða á facebook síðu Terapiu.